Skóladagatal Tónskóla Fjallabyggðar 2014-2015

Málsnúmer 1408054

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28.08.2014

Undir þessum lið fundargerðarinnar sat Magnús Ólafsson, skólastjóri Tónskólans. Skólastjóri lagði fram skóladagatal Tónskólans fyrir skólaárið 2014-2015. Þetta skóladagatal er fyrsta samræmda dagatal tónskóla, grunnskóla og leikskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Kenndar eru 20,5 kennslustundir á viku, í 35 vikur.  Kennsla hefst mánudaginn 1. september næst komandi. Magnús sagði frá áhugaverðu tónlistarverkefni í samstarfi við Tónskólann, Grunnskólann og Listhús Fjallabyggðar.

Fjöldi nemenda er 100 nú í upphafi skólaárs sem er svipaður nemendafjöldi og var í skólanum á síðasta skólaári.

Við skólann eru 12 starfsmenn í 5,7 stöðugildum.  

Um síðustu áramót var tekið upp samstarf við Dalvíkurbyggð um að Magnús gegndi jafnfram stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Dalvíkur. Er þetta fyrirkomulag til reynslu í eitt ár. Magnús telur að sameina eigi tónskóla bæjarfélaganna undir einn hatt.