Rýnihópur um málefni aldraðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1408049

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27.08.2014

Félagsmálanefnd samþykkir að skipa rýnihóp til að fjalla um þjónustu Fjallabyggðar við eldri borgara bæjarfélagsins og leggja fram tillögur sem nýtast munu bæjaryfirvöldum við frekari stefnumótun málaflokksins. Lagt er til að rýnihópurinn verði skipaður af formanni félagsmálanefndar, einum fulltrúa frá félagi eldri borgara á Ólafsfirði og einum fulltrúa félagi eldri borgara á Siglufirði, auk þess sem fjórir bæjarbúar 60 ára og eldri verði valdir með tilviljunar úrtaki af íbúaskrá Fjallabyggðar. Starfsmaður hópsins verði deildarstjóri fjölskyldudeildar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 06.10.2014

Lögð fram fundargerð fyrsta fundar rýnihóps um málefni aldraðra í Fjallabyggð frá 1. október 2014. Hópurinn mun halda fjóra fundi í októbermánuði og síðan skila greinargerð til félagsmálanefndar.