100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 1408043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26.08.2014

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári, eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23.10.2014

353. fundur bæjarráðs samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.
Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári, eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.

Markaðs- og menningarnefnd tekur undir hvatingu til stofnana bæjarfélagsins um að minnast þessa mikilvægu réttinda.

Markaðs- og menningarfulltrúa er falið að kanna með möguleika á viðburðum í bæjarfélaginu 2015 sem tengjast konum, handverki þeirra, málverkum og bókmenntum.