Fram komnar ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð og brot á siðareglum

Málsnúmer 1408042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26.08.2014



Lögð fram og bókuð eftirfarandi tilkynning dagsett 21.08 2014 til formanns bæjarráðs Fjallabyggðar, Steinunnar Maríu Sveinsdóttur.

"Á 105. fundi bæjarstjórnar þann 18. ágúst 2014 lögðu bæjarfulltrúar F-lista og S-lista fram bókun vegna ábendingar okkar um að láðst hefði að auglýsa fund bæjarstjórnar þann 13. ágúst sl., á heimasíðu Fjallabyggðar eins og sveitarstjórnarlög og samþykktir Fjallabyggðar kveða á um. Í bókuninni harma bæjarfulltrúar F- og S- lista þau mistök sem áttu sér stað í stjórnsýslunni og við bentum á. Þrátt fyrir það eru við sakaðar um óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð auk brots á 4. gr. siðareglna fyrir kjörna fulltrúa Fjallabyggðar án þess að það sé rökstutt frekar. Umræddar fullyrðingar varða æru okkar og starfsheiður sem bæjarstjórnafulltrúa og eru til þess fallnar að draga úr trúverðugleika okkar og starfsskilyrðum. Í því ljósi óskuðum við óformlega eftir að taka málið á dagskrá fundar bæjarráðs þann 19. ágúst sl. en því var neitað af hálfu bæjarfulltrúa F- og S- lista og bent á að vettvangur slíks væri að þeirra mati næsti bæjarstjórnarfundur þann 10. september nk.. Að okkar mati er um alvarlegar og ómaklegar ásakanir að ræða og höfum við því ákveðið að leita bæði álits innanríkisráðuneytisins á ásökununum og álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á meintu broti okkar á siðareglum svo og hvort að bókun fulltrúa F-lista og S-lista geti fallið undir brot á siðareglum Fjallabyggðar. Þetta tilkynnist hér með og er óskað eftir að tilkynning okkar verði lögð fram til kynningar á næsta fundi bæjarráðs."

S.Guðrún Hauksdóttir
Helga Helgadóttir




Meirihluti bæjarráðs vill koma eftirfarandi á framfæri:


"Við undirrituð hörmum tilurð þessa máls. Er það von okkar að bæjarfulltrúar sýni bæði vandaðri vinnubrögð og hverjum öðrum meiri virðingu í framtíðinni og að við getum nú snúið okkur að mikilvægari málum íbúum Fjallabyggðar til heilla".

Kristinn Kristjánsson
Steinunn María Sveinsdóttir