Hornbrekka, dagvist aldraðra

Málsnúmer 1408033

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 82. fundur - 27.08.2014

Lögð fram tillaga frá formanni nefndarinnar um að fjármunir sem eru á launaáætlun 2014, vegna þjónustu við aldraða í Ólafsfirði verði færðir sem framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku. Á launaáætlun Skálarhlíðar er heimild fyrir ráðningu í 50% stöðugildi sérstaklega vegna verkefna við öldrunarþjónustu í Ólafsfirði. Lagt er til að gerður verði þjónustusamningur við Hornbrekku um verkefnið.

 Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 02.09.2014

Félagsmálanefnd samþykkti á fundi sínum 27. ágúst að fjármunir sem eru á launaáætlun 2014 vegna þjónustu við aldraða í Ólafsfirði verði færðir sem framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku.  Einnig er lagt til að gerður verði þjónustusamningur um verkefnið við Hornbrekku.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24.11.2015

Á fund bæjarráð mætti deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson.

Tekin til umfjöllunar beiðni forstöðumanns Hornbrekku
um sérstakt framlag vegna dagvistar aldraðra í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar og bæjarstjóra að taka upp viðræður við forstöðumann Hornbrekku.