Ósk um námsleyfi

Málsnúmer 1408032

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 11. fundur - 28.08.2014

Fyrir liggur ósk um launað námsleyfi frá Gurrý Önnu Ingvarsdóttur, leikskólakennara við Leikskóla Fjallabyggðar. Gurrý Anna hyggst sækja framhaldsnám við Háskólann á Akureyri.
Fræðslu- og frístundanefnd fagnar því að starfsmenn Fjallabyggðar séu tilbúnir til að bæta við sig sérmenntun sem nýtist í starfi og mælir með því að Gurrý Anna fái launað námsleyfi í samræmi við ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna félags leikskólakennara.
Málinu er vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 354. fundur - 02.09.2014

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti á fundi sínum 28. ágúst að Gurrý A. Ingvarsdóttir fái launað námsleyfi í samræmi við kjarasamninga. Um er að ræða frekari sérmenntun sem mun nýtast í hennar störfum fyrir Fjallabyggð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.