Félagsmiðstöðin Neon -húsnæðismál

Málsnúmer 1408031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26.08.2014






Lögð fram ósk deildarstjóra fjölskyldudeildar um að félagsmiðstöðin Neon fái afnot af gamla skólahúsnæðinu að Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði. Á sínum tíma var ákveðið að félagsmiðstöðin yrði með starfsemi sína í nýjum fjölnotasal grunnskólans við Norðurgötu en ljóst er að samnýting með starfsemi skólans hentar ekki sérlega vel. Er þess vegna óskað eftir að félagsmiðstöðin fái að nýta fyrstu hæð húsnæðisins að Hlíðarvegi, þ.e. samliggjandi stofur á fyrstu hæð auk salerna. Gert er ráð fyrir að lokað verði fyrir umgang upp á efri hæð og jarðhæð hússins.


Deildarstjóra er kunnugt um áhuga aðila á að nýta salinn á efri hæðinni og skal tekið fram að ef af þeirri nýtingu verður mun það ekki hafa áhrif á starf félagsmiðstöðvarinnar. Reyndar verður að teljast æskilegt að sem mest líf verði í húsinu frekar en láta það standa autt og ónotað.

Samkvæmt ákvörðun fyrri bæjarstjórnar á að selja húsnæðið, en bæjarráð samþykkir að heimila notkun þess meðan það er í eigu bæjarfélagsins.

Bæjarráð vill beina því til fræðslu- og frístundanefndar og ungmennaráðs að fundin verði framtíðarlausn fyrir félagsmiðstöðina.