Framkvæmd brunavarnaáætlunar Fjallabyggðar 2010 - 2014

Málsnúmer 1408024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 352. fundur - 19.08.2014

Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar, dagsett 14. ágúst 2014.

Bæjarráði er boðið í heimsókn á slökkvistöðina við hentugleika.
Slökkviliðsstjóri vekur athygli á að Brunavarnaráætlun Fjallabyggðar 2010-2014 rennur út um næstu áramót og hefur hafið vinnu við næstu áætlun 2015-2019.


Nokkur atriði eru nefnd sem standa enn útaf vegna framkvæmdahluta brunavarnaáætlunarinnar og er þar helst nefnt kaup á mannskapsbílum fyrir báðar stöðvar, þ.e. Siglufirði og Ólafsfirði.

Bæjarráð þakkar erindið og boðið og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.