Atvinna með stuðningi - AMS

Málsnúmer 1407068

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 06.10.2014

Deildarstjóri lagði fram minnisblað um atvinnumál fatlaðs fólks (AMS). Í minnisblaðinu kemur fram að nú hillir undir að samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélags um vinnumarkaðsúrræði fatlaðs fólks. Í því fellst m.a. að aðilar komi á formföstu samstarfi þar sem þjónustuþarfir eru skoðaðar heildstætt og umsækjendum vísað í úrræði eftir mati á vinnufærni.