Vegur að skíðaskála í Tindaöxl í Ólafsfirði

Málsnúmer 1407022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur - 08.07.2014

Lagt fram minnisblað frá 3. júlí frá deildarstjóra tæknideildar er varðar frágang á vegi að skíðasvæði í Ólafsfirði.
Áætlaður kostnaður er um 5,9 m.kr.
Hlutur bæjarfélagsins í framkvæmdinni er um 2,1 m.kr.

Skíðamót Íslands 2015 verður haldið í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að ráðast í framkvæmdina á árinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá staðfestingu á aðkomu Vegagerðarinnar að fjármögnun framkvæmdarinnar og tímasetningu.


Miðað er við að fjármögnun verði innan heimilda í framkvæmdaáætlun ársins og er vísað í tillögu að viðauka 5 sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.