Gámasvæði Siglufirði - frágangur

Málsnúmer 1407021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur - 08.07.2014

Fram hafa komið hugmyndir um að setja innkomu að gámasvæði á suðurhlið lóðarinnar þannig að innkeyrsla komi frá Ránargötu.

Við nánari skoðun þá gerir deiliskipulagið ráð fyrir tveimur hliðum inn á svæðið að austanverðu. Ekki er búið að setja upp syðra hliðið og er áætlaður kostnaður við framkvæmdina um 1,4 m.kr. sjá minnisblað deildarstjóra tæknideildar frá 7. apríl.

Bæjarráð samþykkir að malbika innkeyrslu inn fyrir suðurhlið í þessum áfanga.

Bæjarráð telur rétt að ljúka við þennan áfanga á árinu 2014 og að gerð verði breyting á áætlun ársins með þetta í huga.

Miðað er við að fjármögnun verður innan heimilda í framkvæmdaáætlun ársins og er vísað í tillögu að viðauka 5 sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.