Lenging vinnuskóla

Málsnúmer 1407016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15.07.2014

Lagðar fram upplýsingar og útreikningur að tillögu til bæjarráðs um lengingu vinnuskóla Fjallabyggðar á árinu 2014.

Eftir fund íþrótta- og tómstundafulltrúa með bæjarverkstjóra er ljóst að mörg verk á eftir að vinna í sveitarfélaginu og hafa unglingar

í vinnuskólanum vart komist yfir annað en að slátt.

Leggja þeir til að lengja vinnuskólann sem nemur 2 vikum á hvern árgang.

Það er einnig ljóst að einhverjir þiggja ekki vinnu áfram vegna sumarfría o.s.frv.

Árg. 2000 verði til 18. júlí  (átti að vera til 4.júlí).

Árg. 1999 verði til 31.júlí  (átti að vera til 11.júlí).

Árg. 1998 og eldri verði til 15.ágúst (átti að vera til 8. ágúst).

Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna vinnuskólans verði í samræmi við áætlun.

Bæjarráð samþykkir framkomna breytingu á vinnutíma vinnuskólans.