Gönguleið vestan brúar

Málsnúmer 1407007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30.07.2014

Lagt fram bréf frá Þorsteini Ásgeirssyni þar sem hann óskar eftir því að gamli vegurinn vestan við Ósinn í Ólafsfirði verði lagfærður sem göngu- og hjólastígur, en hann er oft umflotinn vatni og því ekki fær vegfarendum.

 

Nefndin samþykkir að ofangreind gönguleið verði lagfærð, en mælist til þess að Vegagerðin komi að gerð áningarstaðar á svæðinu vestan Óss líkan þeim sem er í Héðinsfirði og á Saurbæjarás, Siglufirði.
Nefndin felur tæknideild að senda bréf til Vegagerðarinnar er varðar málið.