Beiðni um uppsetningu umferðarmerkja

Málsnúmer 1407001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 02.07.2014

Borist hefur beiðni til tæknideildar um að sett verði upp ljósaskilti við innkeyrslurnar í bæjarkjarnana sem gefi til kynna hvort keyrt sé undir eða yfir löglegum hámarkshraða. Sér í lagi sé þetta nauðsynlegt á Hvanneyrarbraut á Siglufirði þar sem gatan sé þröng á kafla og mikið af börnum.

 

Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn erindi til Vegagerðarinnar um beiðni um uppsetningu á umræddum ljósaskiltum við innkeyrslurnar í bæjarkjarnana.