Sumarleyfi bæjarstjórnar 2014

Málsnúmer 1406013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 18.06.2014

Eftirfarandi tillaga var borin upp af forseta: "Bæjarstjórn er heimilt að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar vegna sumarleyfa sjá 8.gr. samþykkta um stjórn Fjallabyggðar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur hins vegar ákveðið að halda reglulega fundi í sumar og verður næsti fundur bæjarstjórnar haldinn 9. júlí í ráðhúsinu á Siglufirði." Til máls tók Helga Helgadóttir. Samþykkt var með 7 atkvæðum að fresta þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24.06.2014

Nokkur umræða var um sumarleyfi bæjarstjórnar og er vísað í 8. gr. samþykkta bæjarfélagsins

Bæjarráð leggur til að fresta sumarfríi bæjarstjórnar þar til annað verður ákveðið.