Umferðaröryggi skólabarna í Fjallabyggð

Málsnúmer 1406008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24.06.2014

Lögð fram fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar frá 20. maí s.l. Fundarmenn skora á bæjaryfirvöld að ljúka uppsetningu stoppistöðvar við Aðalgötu í Ólafsfirði fyrir næsta skólaár.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að sjá um að umræddum framkvæmdum verði lokið á tilsettum tíma. Áætlaður kostnaður er um 1,2 m.kr.  Framkvæmdin kallar á viðauka í áætlun ársins og er bæjarstjóra falið að útfæra viðaukann sjá 14. mál, viðauka 4.

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að taka saman fyrir næsta fund kostnað við frágang á þeim stoppistöðvum sem umferðaröryggisáætlun bæjarfélagsins tekur til.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 168. fundur - 02.07.2014




Lögð fram ályktun aðalfundar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar frá 20. maí síðastliðnum. Fundarmenn skora á bæjaryfirvöld að ljúka uppsetningu stoppistöðvar við Aðalgötu í Ólafsfirði fyrir næsta skólaár.


 


Bæjarráð tók málið fyrir á 344. fundi sínum þar sem samþykkt var að fela deildarstjóra tæknideildar að ljúka umræddri framkvæmd á tilsettum tíma.


 


Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við bæjarráð að lokið verði við gerð biðstöðva við Snorragötu/Norðurtún á Siglufirði og Aðalgötu í Ólafsfirði samkvæmt minnisblaði deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur - 08.07.2014

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar frá 25. júní 2014 er varðar frágang við biðstöðvar í Fjallabyggð ásamt áskorun til bæjarráðs frá skipulags- og umhverfisnefnd.

Fram kemur að heildarkostnaður við frágang biðstöðva í Fjallabyggð er áætlaður um 15 m.kr.

Áætlað er að ljúka að mestu við framkvæmd við tvær biðstöðvar af fjórum á árinu, en heildarkostnaður þeirra verka er áætlaður um 6,4 m.kr.

Ekki er gert ráð fyrir uppsetningu á biðskýli við hlið Aðalgötu 25 í aksturstefnu til Akureyrar í þessum áfanga á þessu fjárhagsári.

Bæjarráð tekur undir ábendingar skipulags- og umhverfisnefndar er varðar mikilvægi þess að ganga frá biðstöðvum í bæjarfélaginu og samþykkir fjárveitingu að upphæð 3,3 millj. kr til að ljúka framkvæmdum við þessar tvær biðstöðvar.

Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdum verði lokið fyrir skólabyrjun 2014.