Umsókn um leyfi til að fara um veginn upp í Hvanneyrarskál með ferðamenn

Málsnúmer 1405006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 167. fundur - 26.05.2014

Jón Hrólfur Baldursson fyrir hönd Siglufjörður Adventure / Hálendi Íslands ehf sækir um leyfi nefndarinnar til þess að fara með ferðamenn í lítilli rútu upp í Hvanneyrarskál um veginn sem liggur ofan bæjarins. Vegna yfirstandandi framkvæmda í Hafnarfjalli við gerð stoðvirkja yrði haft samráð við framkvæmdaraðilann og ekki farið í þessar ferðir nema með samþykki hans.

 

Nefndin samþykkir leyfi til þess að fara um veginn ofan bæjarins upp í Hvanneyrarskál og leggur áherslu á að ekki verði farið í þessar ferðar nema í fullu samráði við framkvæmdaraðilann sem vinnur að stoðvirkjagerð í Hafnarfjalli.