Framlög til stjórnmálasamtaka 2014

Málsnúmer 1405002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 339. fundur - 06.05.2014

Tillaga lögð fram á fundi bæjarráðs frá skrifstofu- og fjármálastjóra er varðar framlög til stjórnmálasamtaka og frambjóðenda en á grundvelli laga nr. 162 frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra.  
Lagt er til að framlag vegna 2014 verði kr. 360.000 og helmingi þess kr. 180.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í kosningum 2010.
Síðari hluta framlags kr. 180.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í kosningum 2014.
Framlög færist á fárhagsáætlunarlið 21-81 og komi fyrri hluti til greiðslu í maí 2014 og síðari hluti í júní 2014.

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.