Ferðamenn í Fjallabyggð 2007 - 2013

Málsnúmer 1404002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16.04.2014

Bæjarstjóri lagði fram undirritaða verkefnalýsingu dagsetta 9. apríl s.l., er varðar heimasíðugerð fyrir VisitTrollaskagi.is,  milli Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar og Ferðatrölla.

Einnig var lagt fram bréf frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um erlenda ferðamenn til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013. Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd. 

 

 

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 05.05.2014

Á 337. fundi bæjarráðs 16. apríl 2014 var kynnt tilboð frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um komu erlenda ferðamanna til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013 við Eyjafjarðarsvæðið. Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið.

Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

Verið er að vinna að ferðamálastefnu fyrir sveitarfélagið sem á að liggja fyrir í byrjun september 2014 og leggur markaðs- og menningarnefnd til við bæjarráð að tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27.05.2014

Á 337. fundi bæjarráðs 16. apríl 2014 var kynnt tilboð frá fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf, er varðar að vinna úr og bera saman niðurstöður um komu erlendra ferðamanna til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árunum 2007, 2010 og 2013 við Eyjafjarðarsvæðið.
Talið er að slík samantekt sé gagnleg sem grunngagn fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið.
Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd.

Lagt fram minnisblað frá markaðs- og menningarfulltrúa en þar kemur fram að;

Á umræddum fundi markað- og menningarnefndar þann 5. maí sl. var farið nokkuð ítarlega yfir málið.
Á fundi vinnuhóps um ferðastefnu hefur verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélagið hafi upplýsingar sem þessar á reiðum höndum til að geta sett sér mælanleg markmið til lengri tíma og hvort sveitarfélagið sé að ná árangri í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Í væntanlegri ferðastefnu verða sett upp verkefni/áherslur til næstu fjögurra ára og komur ferðamanna til sveitarfélagsins er einn mælikvarði. Erfitt getur reynst að setja fram raunhæf markmið ef ekki eru til upplýsingar um stöðuna eins og hún er í dag eða var t.d. fyrir Héðinsfjarðargöng.
Markaðs- og menningarfulltrúi hefur spurst fyrir hjá öðrum sveitarfélögum hvort þau hafa verið að nýta sér þjónustu Rannsóknar og ráðgjafar og hafa sum hver gert það og lýst yfir mikilli ánægju með vinnubrögð fyrirtækisins og framsetningu gagna.
Í ljósi þessa leggur hann áherslu á að gengið verði að tilboði fyrirtækisins.
Samþykkt, en áætlaður kostnaður er kr. 260.000.- Til ráðstöfunar hjá markaðs- og menningarnefnd eru 100.000.-. Bæjarstjóra er falið að setja upp viðauka sem nemur 160.000.- fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23.10.2014

Markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir samantekt sem unnin var fyrir Fjallabyggð um komur ferðamanna til Fjallabyggðar á árunum 2004 - 2013. Helstu niðurstöður eru að alls er áætlað að um 100 þúsund ferðamenn hafi komið til Fjallabyggðar á árinu 2013 sem er 68% aukning frá árinu 2004 og 50% aukning frá árinu 2010. Rétt er þó að vekja athygli á því að fráviksmörk eru nokkur en niðurstöðurnar gefa góða vísbendingu um þróunina og stöðu mála.

Markaðs- og menningarnefnd þakkar RFF fyrir þessa samantekt og telur hana varpa góðu ljósi á þá gífurlegu aukningu ferðamanna sem eru að koma til Fjallabyggðar og hversu mikla þýðingu Héðinsfjarðargöng hafa haft á aukin ferðamannastraum til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Markaðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að bæjarfélagið komi enn betur til móts við ferðaþjónustuna með bættri aðstöðu, upplýsingum og merkingum fyrir ferðamenn.