Þróun skólanámskrár í Leikskóla Fjallabyggðar með hliðsjón af nýrri menntastefnu

Málsnúmer 1403014

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18.03.2014

Undir þessum lið sat, Olga Gísladóttir, leikskólastjóri. Olga gerði grein fyrir skýrslu um þróun skólanámskrár Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskólinn fékk úthlutuðum styrk úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013 til að sinna þessu verkefni. Markmið verkefnisins er þróun skólanámskrár með hliðsjón af nýrri menntastefnu og því sem snýr að grunnþáttum menntunar og námssviðum leikskólans samkvæmt nýrri aðalnámskrá. Áhersluatriði er að auka gæði skólastarfsins, stuðla að umbótum og stefnumótun um þær leiðir sem leikskólinn hyggst vinna eftir.