Styrkbeiðni vegna endurnýjunar á tengigangi Hóls

Málsnúmer 1401124

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 04.02.2014

Nefndarmaður, Brynja Hafsteinsdóttir, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Borist hefur erindi frá formanni Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, þar sem óskað er eftir styrk vegna endurnýjunar á tengigangi Hóls.
Nefndin samþykkir að boða formann UÍF á fund nefndarinnar til að fara yfir styrkbeiðnina.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 18.03.2014

Undir þessum lið sátu Guðný Helgadóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, Sigurður Gunnarsson, gjaldkeri UÍF og María Elín Sigurbjörnsdóttir meðstjórnandi UÍF. UÍF sækir um styrk til Fjallabyggðar til að mæta kostnaði við endurbætur á tengigangi við Hól. Fyrir liggur greinargerð ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkið. Guðný gerði nefndinni grein fyrir að tengigangurinn er svo gott sem ónýtur og hefur UÍF ekki bolmagn til að ráðast í nauðsynlegt viðhald án stuðnings bæjarfélagsins.
Eftir bruna sem varð s.l. haust á húsakynnum Hóls er ljóst að ekki verður komist hjá að ráðast í verulegar endurbætur á tengiganginum.
Tryggingabætur hrökkva ekki til að mæta áætluðum kostnaði.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að bæjaryfirvöld styðji við endurbæturnar og felur deildarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma málinu á framfæri við bæjarráð.