Breytingar í Ráðhúsinu 3. hæð

Málsnúmer 1401061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21.01.2014

Deildarstjóri tæknideildar hefur leitað eftir verðtilboðum í breytingar á húsnæði bæjarfélagsins - ráðhúsi - að Gránugötu 2 á Siglufirði.

Áætlaður kostnaður er um 4.5 m.kr.

Neðantaldir lögðu inn tölur í umrætt verk.

1. Berg ehf.

2. Trésmíði ehf.

3. Andrés Stefánsson rafverktaki.

4. Raffó ehf.

5. G.J. smiðir ehf.

6. ÓHK trésmiðir ehf.

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboði Bergs og Andrésar sé tekið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki verði samþykktur, um breytingar á milli framkvæmdaliða og umrædd fjárhæð færð frá áætluðum framkvæmdum ársins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 353. fundur - 26.08.2014


Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og sundurliðun á kostnaði sem færður hefur verið vegna breytinga á 3ju hæð ráðhúss Fjallabyggðar. Einnig áætluð upphæð á þá verkþætti sem eftir eru.





Bæjarráð lýsir yfir undrun sinni á háum kostnaði vegna endurbóta á ráðhúsi Fjallabyggðar. Kostnaður við verkið er kominn langt framúr upphaflegri áætlun tæknideildar frá því á síðasta kjörtímabili. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman minnisblað fyrir 355. fund bæjarráðs um málið með ítarlegum skýringum á framúrkeyrslu m.v. upphaflega áætlun.



Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lagðar fram upplýsingar frá deildarstjóra tæknideildar og fjárhagsyfirlit frá aðalbókara bæjarfélagsins.
Bæjarstjóri lagði fram samanburð á heildar áætlun fyrir verkið og rauntölur.

Bæjarráð vísar málinu til gerðar viðauka þegar leiðrétting á launaáætlun vegna kjarasamninga verður tekin fyrir í bæjarráði.