Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014

Málsnúmer 1401002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 96. fundur - 15.01.2014

1. varaforseti, Þorbjörn Sigurðsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Auglýst var eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum um útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2014.

    Nokkrar ábendingar bárust og voru þær teknar til umfjöllunar.
    Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Leikfélag Fjallabyggðar bæjarlistamann (hóp) Fjallabyggðar.

    Leikfélagið sýndi okkur á síðasta ári hvers við erum megnug þegar við störfum saman í sátt og samlyndi og er okkur, bæjarbúum Fjallabyggðar, til fyrirmyndar hvað varðar góða og árangursríka samvinnu. Sameining Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar var vel heppnuð og úr varð sterkara og fjölmennara leikfélag sem skilaði af sér góðu verki á síðasta ári.
    Sýningin "Stöngin inn" var valin sú áhugaverðasta hjá áhugamannaleikfélagi á landinu og var leikfélaginu boðið að setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu.
     
    Jafnframt var ákveðið að samhliða formlegri athöfn á útnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar, verði formleg úthlutun menningarstyrkja sveitarfélagsins 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Brynjar Kristjánsson Hlíðarvegi Ólafsfirði, sækir um stofnstyrk vegna uppsetningar og reksturs á eldsmiðju.
    Fyrirhugaðri eldsmiðju er ætlað að vera staðsett á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Síldarminjasafnið leggur fram húsnæði sem og safngripi sem tilheyra eldsmíði og samvinnu gagnvart verkefninu.
    Verkefnið, Eldsmiðja í Fjallabyggð, er ætlað að vera lifandi verkstæði í anda áranna 1920-1950, m.a. í þágu ferðaþjónustu. Eldsmiðjan er einnig hugsuð sem staður fræðslu fyrir menntastofnanir og almenning í formi námskeiðshalds. Þar er sérstaklega horft til samstarfs við Menntaskólann á Tröllaskaga.
    Áætlaður kostnaður við að koma verkefninu, Eldsmíði í Fjallabyggð, af stað er 1.200.000.
    Sótt er um styrk að upphæð 200.000.
    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn og vísar til umfjöllunar bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Tekin til umræðu aðkoma sveitarfélagsins að ferðamálum.
    Samkvæmt fyrirliggjandi þjónustusamningi Markaðsstofu Norðurlands og Fjallabyggðar, getur M.N. veitt aðstoð við slíka stefnumótun.
    Lagðar fram til hliðsjónar ferðamálastefnur Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
    Markaðs- og menningarnefnd leggur til að hafin verði vinna við  gerð ferðamálastefnu fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Reglur teknar fyrir til endurskoðunar.
    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að gera tillögur til bæjarráðs um eftirfarandi breytingar.
    Þar sem komi fram í reglum "atvinnumálanefnd"  verði breytt í  "markaðs- og menningarnefnd".
    Einnig er lagt til að markaðs- og menningarnefnd hafi umsjón með framkvæmd reglnanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Tekið til umfjöllunar og yfirferðar viðburðarhald sem styrkt var af sveitarfélaginu um jól, áramót og á þrettándanum, fyrirkomulag og framkvæmd.
    Jólatréstendrun, jólaböll, brennur, flugeldasýningar.

    Markaðs- og menningarnefnd færir þeim aðilum sem komu að ofangreindum viðburðum kærar þakkir.

    Jafnframt var markaðs- og menningarfulltrúa falið að ræða við framkvæmdaraðila um fyrirkomulag.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Á 328. fundi bæjarráðs frá 7. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Stjórn Ferðatrölla leggur fram ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma að uppsetningu á heimasíðu og síðan í framhaldinu að daglegum rekstri og viðhaldi á efni á umræddri síðu.
    Bæjarráð vísar málinu til markaðs- og menningarnefndar."

    Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir fund sem hann átti með forsvarsmönnum Ferðatrölla í desember s.l.

    Markaðs- og menningarnefnd er meðmælt verkefninu og óskar eftir því að bæjarráð taki það til umfjöllunar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um áhuga hagsmunaaðila í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Í erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar frá 7. janúar 2014, er lagt til að árgjald verði fellt niður fyrir einstaklinga með lögheimili í Fjallabyggð.
    Einnig er lögð til hækkun á gjaldskrá vegna skiladagsekta.

    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og vísar til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Þorbjörn Sigurðsson og lagði til að bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2015.<BR>Tillaga samþykkt á 96. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.  Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.</DIV></DIV>
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða fyrir menningarmál fyrstu 10 mánuði ársins er 46,7 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 49,8 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál fyrstu 10 mánuði ársins er 9,8 millj. kr. sem er 81% af áætlun tímabilsins sem var 12,1 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Lagður fram verkefnalisti Markaðsskrifstofu Norðurlands 2013 og ýmis verkefni sem stefnt er að 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 9. janúar 2014
    Í erindi forstöðumanns bókasafns Fjallabyggðar 7. janúar 2014 kemur fram að Vilhjálmur Hróarsson hafi verið ráðinn í stöðu bókavarðar við safnið í Ólafsfirði.
    Starfið var auglýst í desember síðastliðnum.
    Umsóknarfrestur rann út þann 31.desember 2013.
    Þrír umsækjendur voru um stöðuna:
    Tómas Waagfjörð,
    Vilhjálmur Hróarsson og
    Þorvaldur Hreinsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 96. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.