Eldsmíði í Fjallabyggð. Beiðni um styrk.

Málsnúmer 1312017

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 09.01.2014

Brynjar Kristjánsson Hlíðarvegi Ólafsfirði, sækir um stofnstyrk vegna uppsetningar og reksturs á eldsmiðju.
Fyrirhugaðri eldsmiðju er ætlað að vera staðsett á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Síldarminjasafnið leggur fram húsnæði sem og safngripi sem tilheyra eldsmíði og samvinnu gagnvart verkefninu.
Verkefnið, Eldsmiðja í Fjallabyggð, er ætlað að vera lifandi verkstæði í anda áranna 1920-1950, m.a. í þágu ferðaþjónustu. Eldsmiðjan er einnig hugsuð sem staður fræðslu fyrir menntastofnanir og almenning í formi námskeiðshalds. Þar er sérstaklega horft til samstarfs við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Áætlaður kostnaður við að koma verkefninu, Eldsmíði í Fjallabyggð, af stað er 1.200.000.

Sótt er um styrk að upphæð 200.000.

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn og vísar til umfjöllunar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21.01.2014

Á 328. fundi markaðs- og menningarnefndar frá 01.09.2013 var tekið til umræðu mál Brynjars Kristjánssonar.
Málinu var vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir umrædda fjárveitingu að upphæð 200 þúsund krónur, enda verði sýnt fram á að verkefnið sé að fullu fjármagnað. Áætlaður kostnaður er um 1200 þúsund krónur.