Starfsáætlun Tónskóla Fjallabyggðar 2013-2014

Málsnúmer 1311023

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 04.02.2014

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans og Guðný Róbertsdóttir, f.h. kennara.
Megin markmið Tónskólans er að veita öllum þeim sem óska eftir, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun.
Tónskólinn starfar í náinni samvinnu við Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólann á Tröllaskaga og eru frídagar þeir sömu um jól og páska. Tónskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna og allir þeir sem áhuga hafa á tónlist geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
Skólastjóri gerði jafnframt grein fyrir starfsamannahaldi, gjaldskrármálum og innra starfi skólans. Einnig gerði skólastjóri grein fyrir samstarfi milli Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, en Magnús var fyrir ármót ráðinn skólastjóri beggja skólanna. Telur skólastjóri margvíslegan faglegan og fjárhagslegan ávinning að samstarfi skólanna.