Ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar 2012-2013

Málsnúmer 1311022

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26.11.2013

Skólastjóri, Jónína Magnúsdóttir kynnti ársskýrslu Grunnskólans fyrir skólaárið 2012-2013. Í skýrslunni kemur m.a. fram að góð reynsla er af sameinuðu skólahaldi eftir að Grunnskóli Ólafsfjarðar og Grunnskóli Siglufjarðar voru sameinaðir undir einn hatt árið 2010.
Á síðasta skólaári voru 56 starfsmenn starfandi við skólann, þar af 30 kennarar. Nemendafjöldi var 225 og hefur þeim fækkað nokkuð milli ára, á yfirstandi skólaári eru þeir 208 en gert er ráð fyrir að þeim fari aftur fjölgandi á næstu árum.
Þróunarstarf og áherslur á skólaárinu voru helstar: Einstaklingsmiðað nám og fjölbreytt námsmat, uppbyggileg og jákvæð samskipti, Uppbyggingarstefnan, skólanámskrárgerð, Hreystidagar, vinna gegn einelti í anda Olweusáætlunar, Grænfánaverkefnið og Byrjendalæsi sem er þróunarvinna í 1.- 4. bekk í samstarfi við Háskólann á Akureyri.