Starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2013-2014

Málsnúmer 1311021

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26.11.2013

Kynningu á starfsáætlun Grunnskólans frestað þar til síðar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 04.02.2014

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans og Guðný Róbertsdóttir, f.h. kennara.
Jónína gerði grein fyrir starfsáætlun Grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014. Í starfsáætluninni er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Í starfsáætluninni eru einnig birtar upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaárs. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í skólanámskrá á heimasíðu skólans http://grunnskoli.fjallabyggd.is