Umsókn um styrk frá Síldarminjasafni Íslands - geymslu- og sýningarhús á lóð safns

Málsnúmer 1310090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 05.11.2013

Lagt fram bréf frá Síldarminjasafni Íslands dags. 1. nóvember 2013, þar sem fram koma óskir um styrk til að byggja geymslu- og sýningarhús á lóð safnsins. Um er að ræða endurbyggingu á "Gæruhúsinu" sem staðsett var á Akureyri í samstarfi við Þjóðminjasafnið, en húsið var tekið niður árið 1999.

Bæjarráð telur rétt að taka þátt í verkefninu um kr. 500.000.- á ári í tíu ár, enda fáist umræddir styrkir frá Þjóðminjasafni, Húsafriðunarnefnd, ríkisstjórn og öðrum aðilum að upphæð kr. 74 milljónir króna.