Grunnskóli Siglufirði, opnun tilboða í jarðvinnu

Málsnúmer 1310086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 319. fundur - 01.11.2013

Þann 30. september s.l. kl. 14.00 voru opnuð tilboð vegna stækkunar á grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu 10 Siglufirði.

Tvö tilboð bárust en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 3.130.000.-.
Bás ehf. bauð 4.482.000.- og Árni Helgason ehf. bauð 3.302.900.-.

Bæjarstjóri lagði fram bréf frá starfsmanni Úrskurðarnefndar umhverfis og skipulagsmála dags. 30. október 2013. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið Saga ráðgjöf ehf. hefur lagt fram kæru vegna framkvæmda við stækkun skólans.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 05.11.2013

Á síðasta fundi bæjarráðs var þessu máli frestað.

Bæjarstjóri lagði fram bréf frá Landslögum dags. 5. nóvember 2013.

 

Eftir  umræður og yfirferð var ákveðið að taka málið til afgreiðslu.

Fram hefur komið að tilboð voru opnuð þann 30. október s.l. í jarðvinnu vegna stækkunar á Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu 10 Siglufirði.
Tvö tilboð bárust. kr. 4.482.000.- frá Bás ehf og kr. 3.302.900.- frá Árna Helgasyni ehf.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að tilboði Árna Helgasonar ehf verði tekið.
Meirihluti bæjarráðs vísar í álit lögmanns Landslaga þ
ar sem fram kemur að hvorki form eða efnisgallar séu á hinu kærða skipulagi enda hefur skipulagið verið yfirfarið að formi og efni af hálfu Skipulagsstofnunar sem gerði engar athugasemdir við skipulagið og féllst á að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda svo sem gert hefur verið.
Engin rök eru því til að mati meirihluta bæjarráðs að stöðva framvæmdir.

Meirihluti bæjarráðs telur þó rétt að þar sem byggingarleyfi vegna skólans hefur verið kært, séu gerðir fyrirvarar við samningsaðila um frestun eða stöðvun framkvæmda, verði sveitarfélaginu gert að stöðva framkvæmdir.

Egill Rögnvaldsson óskar að bókað verði, að hann telji rétt að framkvæmdin fari ekki af stað fyrr en búið er að úrskurða í kærumálinu.