Sigurhæð - safnamál

Málsnúmer 1310058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22.10.2013

Á fund bæjarráðs mættu Þorsteinn Ásgeirsson, Kristín Trampe og Sveinn Magnússon og afhentu undirskriftarlista 523 stuðningsaðila um að breyta húsnæðinu Sigurhæð, Aðalgötu 15 í Ólafsfirði, í safnahús. 
Hugmyndir þeirra ganga út á að stofna sjálfseignastofnun um starfsemina, með aðkomu hollvinafélags.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 336. fundur - 01.04.2014

Lagt fram bréf frá stjórn Hollvinafélaga Sigurhæðar.

Bæjarráð hefur áður tekið vel í hugmyndir um safnahús og samþykkir að vísa samþykktum til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16.04.2014

Bæjarráð samþykkir drög að samþykktum fyrir sjálfseignarstofnunina Sigurhæðir ses. sem og tillögu að óundirrituðum þjónustusamningi við Sigurhæðir ses. um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.

Bæjarstjóra er falið að setja upp viðauka við fjárhagsáætlun 2014 í samræmi við framkomin drög.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 7. fundur - 05.05.2014

337. fundur bæjarráðs frá 16. apríl. 2014, samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að þjónustusamningi við Sigurhæðir ses um rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.
Þar kemur fram m.a. að Fjallbyggð afhendir Sigurhæð ses til eignar Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar með öllum þeim munum sem eru staðsettir að Aðalgötu 14, Ólafsfirði og einnig þeim munum sem eru í eigu safnsins í geymslum annars staðar.
Safnið verði staðsett í náinni framtíð í leiguhúsnæði að Aðalgötu 14 eins og verið hefur, og mun Sigurhæð ses sjá um að það verði opið almenningi til skoðunar yfir sumartímann og á öðrum tímum ef þurfa þykir og/eða eftir samkomulagi við skoðendur.
Sigurhæð ses mun sjá um rekstur safnsins og þar með talið mannahald og sér um að safnið sé vátryggt sem næst raunvirði þess.
Sigurhæð ses mun kappkosta að ganga vel um safnið og varðveita það á þann hátt að gripirnir haldi núverandi útliti til langs tíma.
Stofnendur Sigurhæðar ses. eru Fjallabyggð annars vegar og hins vegar Hollvinafélag Sigurhæðar.


Markaðs- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni með fram komnar hugmyndir að samningi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 342. fundur - 27.05.2014

Bæjarstjóri gerði grein fyrir afhendingu á húsnæðinu Sigurhæðum og þar með flutningi á hluta af húsnæðinu undir safn til Sigurhæða ses.
Búið er að tæma efri hæðina og kom þjónustumiðstöð að þeirri framkvæmd. Til viðbótar voru  þrír unglingar fengnir til aðstoðar.  
Áætlaður heildarkostnaður er til skoðunar og má gera ráð fyrir sambærilegum kostnaði við tæmingu neðri hæðar.

Til viðbótar er gert ráð fyrir tækjakostnaði, sem og reiknuðum kostnaði vegna þjónustu frá þjónustumiðstöð.

Bæjarstjóra er falið að ganga frá uppsetningu á viðauka fyrir fund í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 8. fundur - 02.06.2014

Lagðar fram til kynningar undirritaðar samþykktir fyrir Sigurhæðir sjálfseignaarstofnun sem hefur þann tilgang að byggja upp söfn í Ólafsfirði.

Einnig samningur bæjarfélagsins við Sigurhæðir ses um afhendingu og rekstur Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði.