Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309065

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 29.09.2013

Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 25. september 2013.

Þar eru m.a. kynnt áform um að sameina eftirtaldar heilbrigðisstofnanir í Heilbrigðisumdæmi Norðurlands.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi,
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki,

Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð,

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,

Heilsugæslustöðin Dalvík og

Heilsugæslustöðin á Akureyri.

Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að tjá sig um sameiningaráform til 15. október n.k.

Þar sem ekki kemur fram í bréfi Velferðarráðuneytisins hvaða áhrif þetta muni hafa á heilbrigðisþjónustu í Fjallabyggð, lýsir bæjarráð yfir áhyggjum af fyrirhuguðum áformum og óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra.