Fundur sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

Málsnúmer 1309063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 29.09.2013

Í erindi fjárlaganefndar Alþingis frá 26. september 2013, er fulltrúum sveitarfélagsins boðið að eiga viðtal um fjármál sveitarfélagsins í tenglum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014.  Fundardagar eru áætlaðir í kringum mánaðarmótin október/nóvember.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa erindi til fjárlaganefndar og er þar lögð áhersla á fjögur mál sérstaklega.

1. Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga.

2. Málefni Hornbrekku.

3. Málefni byggðasamlags fatlaðra.

4. Málefni Fjallabyggðahafna.


Bæjarráð mun taka þátt í fundi með fjárlaganefnd í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22.10.2013

Greinargerð með áherslum Fjallabyggðar lögð fram og hún samþykkt með breytingum.