Bakvaktir Slökkviliðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 1309050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 29.09.2013

Í tölvupósti framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, frá 17. september 2013 er gerð athugasemd við greiðslur fyrir bakvaktir hjá Slökkviliði Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður um skipulag bakvakta Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 355. fundur - 16.09.2014

Lögð fram ítrekun frá Landssambandi slökkviliða og sjúkraflutningamanna um að skipulag bakvakta hjá Slökkviliði Fjallabyggðar verði komið í eðlilegt horf.

Eftir umræður og yfirferð leggur bæjarráð til að kalla eftir áliti Mannvirkjastofnunar á fyrirkomulagi bakvakta í Fjallabyggð. Í framhaldi af þeirri úttekt er launadeild Sambands ísl. sveitarfélaga falið að semja við Landssamband slökkviliðsmanna um nýjan kjarasamning.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 366. fundur - 18.11.2014

Lagður fram tölvupóstur vegna afgreiðslu bæjarráðs frá framkvæmdastjóra Landsambands slökkviliðsmanna.

Bæjarráð telur rétt að óska eftir fundi með framkvæmdastjóranum og fulltrúa Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt er til að fundurinn verði 26. nóvember í Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sitja umræddan fund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 411. fundur - 06.10.2015

Tekið fyrir erindi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dagsett 25. september 2015, er varðar vanefndir á kjarasamningsbundnum launum til slökkviliðsmanna.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við LSS.