Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2014

Málsnúmer 1309016

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 4. fundur - 09.01.2014

Auglýst var eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum um útnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2014.

Nokkrar ábendingar bárust og voru þær teknar til umfjöllunar.

Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Leikfélag Fjallabyggðar bæjarlistamann (hóp) Fjallabyggðar.


Leikfélagið sýndi okkur á síðasta ári hvers við erum megnug þegar við störfum saman í sátt og samlyndi og er okkur, bæjarbúum Fjallabyggðar, til fyrirmyndar hvað varðar góða og árangursríka samvinnu. Sameining Leikfélags Ólafsfjarðar og Leikfélags Siglufjarðar var vel heppnuð og úr varð sterkara og fjölmennara leikfélag sem skilaði af sér góðu verki á síðasta ári.
Sýningin "Stöngin inn" var valin sú áhugaverðasta hjá áhugamannaleikfélagi á landinu og var leikfélaginu boðið að setja sýninguna upp í Þjóðleikhúsinu.

 

Jafnframt var ákveðið að samhliða formlegri athöfn á útnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar, verði formleg úthlutun menningarstyrkja sveitarfélagsins 2014.