Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - framtíðarstarfsmaður, opnunartími og fleira

Málsnúmer 1307043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Lagt fram bréf frá forstöðumanni bókasafnsins frá 24. júlí 2013.
Í bréfinu koma fram hennar áherslur og tillögur í þremur liðum.

1. Opnunartími á bókasafni bæjarfélagsins í Ólafsfirði eftir 26. ágúst n.k.
Bæjarráð samþykkir tillögur um að opnunartími bókasafnsins sé frá kl. 14.00 til 17.00 alla virka daga og að vinnutíminn sé frá kl. 13.00 - 17.00. 
Bæjarráð felur forstöðumanni að samræma opnunartíma í bókasöfnum Fjallabyggðar miðað við ofanritað.
2. Lögð fram tillaga um ráðningu á starfsmanni í 50% starf.
Bæjarráð samþykkir ráðningu í 50% starf, en telur að ræsting á núverandi húsnæði rúmist innan starfsins.

3. Flutningur á bókasafninu á nýjan stað.
Bæjarráð telur eðlilegt að miða flutning á bókasafni við framkomna tillögu bæjarstjórnar. Miða skal flutning á bókasafni að Ólafsvegi 4 við árið 2014, enda er ekki gert ráð fyrir fjármagni á árinu 2013 til slíkra framkvæmda.

Samþykkt einróma.