Vinnuhópur um atvinnu- og umhverfisátak

Málsnúmer 1307023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að halda utan um þau verkefni sem ætlunin er að vinna í átaksverkefni bæjarstjórnar á árinu 2013.

Verkefnið er tvíþætt, þ.e. atvinnuátak og umhverfisátak. Bæjarráð þakkar vinnuhóp bæjarstjórnar fyrir sín störf.

Bæjarráð samþykkir að viðaukaframlagi bæjarstjórnar sé skipt þannig að í launalið verði varið 8.327 þúsund, launatengd gjöld 1.544 þúsund og 929 þúsund í tryggingargjald.

Í verklegar framkvæmdir - umhverfisátak, koma 2.2 m.kr. sem og framlag til fegrunar á malarvelli við Túngötu á Siglufirði kr. 2.0 m.kr.