Erindi lögmannsstofu vegna deiliskipulags Hornbrekkubótar

Málsnúmer 1307014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 304. fundur - 16.07.2013

Brimnes hótel ehf. Bylgjubyggð 2, Ólafsfirði hefur falið Mandat lögmannsstofu að gæta hagsmuna sinna vegna deiliskipulags við Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði við Ólafsfjarðarvatn. 
Um er að ræða; 
1. Deiliskipulaginu er mótmælt sem slíku.
2. Framkvæmdum á lóð er mótmælt.
3. Boðuð er bótakrafa, ef af framkvæmdum verður á lóðinni af hálfu bæjarfélagsins.

Bæjarráð vísar fyrstu ábendingu lögmannsins til umfjöllunar hjá tæknideild bæjarfélagsins um leið og því er lýst yfir að bæjarfélagið mun ekki standa fyrir neinum framkvæmdum á umræddri lóð á árinu og engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar.