Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013

Málsnúmer 1307004F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013





    Í bréfi frá 11. júní 2013 kemur fram að Gísli Örn Reynisson hdl. f.h. Vátryggingafélags Íslands telur að starfsmenn Siglufjarðarhafnar og Siglfirðings hf. hafi með háttsemi sinni sýnt af sér saknæma háttsemi sem orsakaði tjón á Millu SI-727. Vátryggingafélagið telur því að nefndir aðilar beri ábyrgð á tjóninu eftir almennum reglum skaðabótaréttar.

     

    Í bréfi frá 26.júní kemur fram að Valtýr Sigurðsson hrl. f.h. Fjallabyggðar og Siglfirðings hf, telur að VÍS hafi greitt útgerð MIllu SI 727 bætur umfram það tjón sem útgerð bátsins getur sýnt fram á að hafi í raun orðið vegna atviksins og verður það að teljast alfarið á ábyrgð VÍS. Í bréfinu kemur einnig fram að lögmaður bæjarfélagsins telur að Fjallabyggð og/eða hafnaryfirvöld beri enga ábyrgð á tjóninu.

     

    Lagt fram til kynningar. 

     
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013






    Farið yfir fundargerð frá 22. maí 2013 sjá 1. lið þ.e. upplýsingar um viðhaldsverkefni fyrir árið 2013.

    Viðhald á dekkjum er nánast búið, en eftir er vinna við verkefnið í tvo til þrjá daga.

    Lagfæring á hafnarvog á Siglufirði er í vinnslu.

    Búið er að lagfæra  þekju í Ólafsfirði - malbikun lokið.

    Búið er að setja hita undir vigt og steypa í kringum litlu vigtina í Ólafsfirði.


    Búið er að leggja hitaveitu í hafnaskrifstofu á Siglufirði.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013
    Farið yfir fundargerð frá 22. maí 2013 sjá 2. lið þ.e. upplýsingar um framkvæmdir ársins 2013. 
    Lokafrágangur við flotbryggju er að fara af stað, vinnu verður lokið fyrir miðjan ágúst.
    Kostnaður við myndavélakerfi er um 100 þúsund kr. fyrir Óskarsbryggju, án uppsetningar.
    Hafnarstjórn leggur til að málið verði kannað til hlítar og þær keyptar sé verðið í samræmi við uppgefnar tölur.
    Flotbryggja hefur verið keypt og er áætlaður kostnaður um kr. 7.850.000.- með uppsetningu og vsk.
    Allar festingar og keðjur eru í tilboði Króla.
     
     
     
     
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013




    Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar. Tekjur eru um 400 þúsund kr. yfir áætlun á tímabilinu og launaliðir eru um 500 þúsund kr. yfir áætlun tímabilsins. Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu mála og góða þróun í rekstri hafnarinnar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013
    Lagður fram þjónustusamningur við Eimskip Íslands ehf.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22. júlí 2013





    Lagt fram bréf frá Siglingastofnun frá 28. júní 2013. Í bréfinu kemur fram að Siglingastofnun mun veita tjónastyrk úr B-deild hafnabótasjóðs til viðgerða á þeim hluta sem tilheyrir hafnargarðinum, sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði án vsk, þó að hámarki 9 m.kr.

    Hafnarstjórn/bæjarráð þarf að leggja um 5 m.kr. í verkefnið.
    Hafnarstjórn telur nauðsynlegt að ráðast í umræddar framkvæmdir.
    Hafnarstjórn telur eðlilegt að bæjarráð taki afstöðu til málsins þar sem framkvæmdarkostnaður er áætlaður um 14 m.kr.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 48. fundar hafnarstjórnar staðfest á 305. fundi bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar, með þremur atkvæðum.</DIV></DIV>