Umferð og bílastæðaskortur við Háveg

Málsnúmer 1306009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 300. fundur - 18.06.2013

Í erindi íbúa við Háveg, Siglufirði dagsettu 31. maí 2013, er óskað eftir skoðun á umferð og bílastæðaskorti við umrædda götu.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 157. fundur - 10.07.2013

Lagt fram bréf íbúa sem búa við nyrsta hluta Hávegs á Siglufirði. Rekja þeir að gatan sé mjög þröng og beri mikinn umferðarþunga auk þess að erfitt sé að finna bílastæði, sérstaklega yfir sumartímann. Liggur við öngþveiti í götunni þegar umferðin er hvað mest. Eru lagðar fram ákveðnar tillögur að lausn vandans meðal annars með nýju bílastæði og nýrri akstursleið.

Nefndin felur tæknideild að skoða hvort fram lögð tillaga sé framkvæmanleg og kostnaðarmeta.