Útboð á sorphirðu 2013

Málsnúmer 1305048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 296. fundur - 21.05.2013

Í tengslum við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið sem samþykkt var á 290 fundi bæjarráðs, er óskað eftir því að bæjarráð taki afstöðu til tunnufyrirkomulags í útboði og rekstur sorpmóttökustöðva.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 300. fundur - 18.06.2013

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir afstöðu bæjarráðs á því, hvort breyta eigi fyrirkomulagi á tunnufjölda við hús í útboði sem á að fara fram er varðar sorphirðu.

Bæjarráð telur rétt að miða við núverandi kerfi, en að hægt sé að bjóða einnig tveggja tunnu kerfi með áherslu á óbreytta flokkun.

Bæjarráð leggur áherslu á að sorpmóttökustöð sé inni í útboði að þessu sinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 313. fundur - 29.09.2013

3. september 2013 voru opnuð hjá Ríkiskaupum tilboð í sorphirðu fyrir Fjallabyggð, verkefni 15458.
Tvö tilboð bárust annað frá Gámaþjónustu Norðurlands sem eftir yfirferð er að upphæð 64.903.980 og hitt frá Íslenska gámafélaginu að upphæð 50.787.000.
Ríkiskaup hefur sent frá sér tillögu að töku tilboðs og deildarstjóri tæknideildar yfirfarið tækniforskriftir inn sendra gagna.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægst bjóðanda, Íslenska Gámafélagsins að upphæð 50.787.000.- króna.