Tjón á varnargarði í Ólafsfirði

Málsnúmer 1304029

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22.05.2013

Lögð fram skýrsla og myndir af tjóni sem varð á Norðurgarðinum í Ólafsfirði.

Þegar óveðrið gekk yfir þá var ölduhæð á Grímseyjarsundi á milli 11 - 13 m sem er með því mesta sem öldumælirinn þar hefur gefið.

Áætlaður kostnaður er um 14 m.kr.  en garðurinn gaf sig á um 70 m kafla.

Hafnarstjórn telur eðlilegt að vísa þessu viðhaldsverkefni til umfjöllunar við gerð áætlunar fyrir árið 2014 en sækja jafnframt um styrk til framkvæmdarinnar hjá hafnabótasjóði.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22.07.2013






Lagt fram bréf frá Siglingastofnun frá 28. júní 2013. Í bréfinu kemur fram að Siglingastofnun mun veita tjónastyrk úr B-deild hafnabótasjóðs til viðgerða á þeim hluta sem tilheyrir hafnargarðinum, sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði án vsk, þó að hámarki 9 m.kr.


Hafnarstjórn/bæjarráð þarf að leggja um 5 m.kr. í verkefnið.
Hafnarstjórn telur nauðsynlegt að ráðast í umræddar framkvæmdir.
Hafnarstjórn telur eðlilegt að bæjarráð taki afstöðu til málsins þar sem framkvæmdarkostnaður er áætlaður um 14 m.kr.


Bæjarráð Fjallabyggðar - 305. fundur - 30.07.2013

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun, forstöðumanni hafnarsviðs, er varðar samþykkt til að veita tjónastyrk úr B-deild hafnarbótasjóðs til viðgerða á þeim hluta hafnargarðsins í Ólafsfirði sem nemur 75% framkvæmdarkostnaðar án vsk, þó að hámarki 9 m.kr.

Áætlaður kostnaður er um 14 m.kr.

Bæjarráð fagnar umræddum styrk og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014.