Framkvæmdir Fjallabyggðarhafna 2013

Málsnúmer 1304022

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22.05.2013

Yfirhafnarvörður fór yfir helstu framkvæmdir á árinu 2013.

 

Verkefnum er hér raðað upp í samræmi við fundargerð síðasta fundar.

Unnið verður fyrir 12.5 m.kr.

1. Búa þarf nýja uppsátursbraut og er áætlaður kostnaður er um 1.5 m.kr. Vandinn er að finna góða staðsetningu.

Hafnarstjórn ákvað að fresta ákvörðun um framkvæmdir við uppsátursbraut.

2. Lokafrágangur og framkvæmdir við flotbryggju Siglufirði og er áætlaður um 500 þúsund.

3. Eftirlitskerfi fyrir Fjallabyggðarhafnir. Myndavélabúnaður - upplýsingar liggja ekki fyrir.  Hafnarstjórn telur rétt að kanna kostnað við að setja upp slíkt kerfi á Óskarsbryggju.

4. Lenging á flotbryggju Siglufirði um 20 m en áætlaður kostnaður er um 8 - 10 m.kr.

5. Uppgjör á fingrum á eftir að fara fram og er það mál til skoðunar.

 

Hafnarstjórn samþykkir framkomnar óskir um framkvæmdir á árinu 2013 í samræmi við fjárhagsáætlun.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22.07.2013

Farið yfir fundargerð frá 22. maí 2013 sjá 2. lið þ.e. upplýsingar um framkvæmdir ársins 2013. 

Lokafrágangur við flotbryggju er að fara af stað, vinnu verður lokið fyrir miðjan ágúst.

Kostnaður við myndavélakerfi er um 100 þúsund kr. fyrir Óskarsbryggju, án uppsetningar.

Hafnarstjórn leggur til að málið verði kannað til hlítar og þær keyptar sé verðið í samræmi við uppgefnar tölur.

Flotbryggja hefur verið keypt og er áætlaður kostnaður um kr. 7.850.000.- með uppsetningu og vsk.

Allar festingar og keðjur eru í tilboði Króla.