Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013

Málsnúmer 1304001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 10.04.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lagðar fram upplýsingar og verklýsing um tilraunavindkljúf í Hafnarhyrnu, en Framkvæmdasýsla ríkisins hefur boðið verkið út.
    Búið er að opna tilboð í verkið.  Tvö tilboð bárust. J.E. vélaverkstæði átti lægsta tilboðið kr. 2.062.734.- og er hlutur Fjallabyggðar 10% af þeirri upphæð.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við verkefnið og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi verksamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá 13.maí 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda við slíkt nám, veitir ríkissjóður árlega fjárhæð til að mæta kennslukostnaði í tónlistarskólum landsins.
    Sveitarfélögin taka tímabundið við 6 verkefnum að upphæð 216.4 kr. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun innheimta hlutdeild sveitarfélagsins í framangreindum verkefnum á grundvelli íbúafjölda sem var 2012, 1. janúar 2013.
    Um er að ræða greiðslu sem nemur 1.352.765 kr. og mun fara fram af greiðslum til sveitarfélagsins vegna útgjaldajöfnunarframlags eða almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við fjárhagsáætlun verði samþykktur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Á fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar frá því í desember sl. var til umræðu samningur um afnotarétt af landi Fjallabyggðar til þyrsluskíðaferða. Umsækjandi er Bergmann ehf.
    Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst á fundinum frá umsækjanda, þar sem fram kemur að fyrirtækið hefur nú einnig undirritað samning við Grýtubakkahrepp um sama málefni.
     
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áætlanir og hugmyndir umsækjanda um þyrluskíðun í Fjallabyggð, en telur ekki rétt að ganga til samninga um einkaleyfi til svo langs tíma.
    Bæjarráð vill taka fram, að komi til samstarfs við fyrirtæki í ferðaþjónustu innan Fjallabyggðar um uppbyggingu og aukna þjónustu við ferðamenn, mun málið verða tekið til endurskoðunar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar drög að samningi við Bolla og Bedda ehf um rekstur og umsjón upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði, sem verður opin allt árið, en bæjarfélagið greiðir fyrir sem samsvarar launum starfsmanns í 50% starfi í þrjá mánuði.
    Bæjarstjóra er falið að leggja samninginn fram undirritaðan og fullfrágengin á næsta fundi bæjarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram til kynningar drög að þjónustusamningi við Bolla og Bedda ehf um rekstur á tjaldsvæði í Ólafsfirði. Samningurinn er í samræmi við samskonar samning á Siglufirði.
    Bæjarstjóra er falið að leggja samninginn fram undirritaðan og fullfrágengin á næsta fundi bæjarstjórnar til staðfestingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram tillaga um að veita bæjarráði Fjallabyggðar umboð til að staðfesta kjörskrá vegna kosninga til Alþingis sem fram fer þann 27. apríl 2013 og fullnaðarumboði til úrskurða um athugasemdir er vísað til afgreiðslu næsta fundar bæjarstjórnar.
    Einnig voru lagðar fram upplýsingar um greiðslur til sveitarfélagsins vegna komandi alþingiskosninga, en bréf Innanríkisráðuneytis er dags. 2. apríl 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir slökkvilið Fjallabyggðar. Bæjarráð telur rétt að vísa gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012, lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Lagt fram til kynningar. Bæjarráð leggur áherslu á fá nánari skýringar á frávikum frá fjárhagsáætlun þegar um slíkt er að ræða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 4. apríl 2013
    Upplýsingar um arðgreiðslu Lánasjóðs sveitarfélaga ehf vegna ársins 2012 lögð fram til kynningar.
    Hlutur Fjallabyggðar er 2.394% og nemur 9.767.520 kr. Í samræmi við lög nr. 94/1996 skal greiða 20% í fjármagnstekjuskatt til ríkisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 291. fundar bæjarráðs staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.