Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 1303058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 291. fundur - 04.04.2013

Viðauki við fjárhagsáætlun

Á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá 13.maí 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda við slíkt nám, veitir ríkissjóður árlega fjárhæð til að mæta kennslukostnaði í tónlistarskólum landsins.
Sveitarfélögin taka tímabundið við 6 verkefnum að upphæð 216.4 kr. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun innheimta hlutdeild sveitarfélagsins í framangreindum verkefnum á grundvelli íbúafjölda sem var 2012, 1. janúar 2013.
Um er að ræða greiðslu sem nemur 1.352.765 kr. og mun fara fram af greiðslum til sveitarfélagsins vegna útgjaldajöfnunarframlags eða almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við fjárhagsáætlun verði samþykktur.