Umsókn um leyfi til breytinga á Suðurgötu 24

Málsnúmer 1303040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 04.04.2013

Þorsteinn Jóhannesson sækir um leyfi f.h. E. Sigurðsson ehf til þess að klæða húseignina Suðurgata 24 að utan. Gert er ráð fyrir að efri hæðin verði klædd með bárujárni en neðri hæðin með timbri. Staðfesting verkfræðings á nægjanlegu haldi fyrir legtur í útveggjum hússins liggur fyrir. Einnig er sótt um leyfi til þess að gera bílastæði sunnan við húsið skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

 

Nefndin frestar erindinu og óskar eftir nánari lýsingu á timburklæðningarefni.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 08.05.2013

Á 152. fundi nefndarinnar var erindi Þorsteins Jóhannessonar f.h. E. Sigurðsson ehf um að klæða húseignina Suðurgata 24 að utan og gera bílastæði sunnan við húsið frestað vegna þess að nefndin óskaði eftir nánari lýsingu á timburklæðningarefni.

 

Borist hefur svar þar sem fram kemur að ætlunin sé að nota 20 mm eikarklæðningu á neðri hluta hússins.

 

Nefndin samþykkir erindið.