Bréf frá Gnýfara vegna hárrar grunnvatnsstöðu vestan Óss

Málsnúmer 1303021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 04.04.2013

Lagt fram bréf frá stjórn hestamannafélagsins Gnýfara er varðar háa grunnvatnsstöðu vestan Óss í Ólafsfirði. Er rakið í bréfinu að mikið yfirborðsvatn sé á svæðinu sem komi sérstaklega fram eftir hlýindi. Óskar stjórnin eftir því að útræsin tvö við Kleifaveginn verði grafin út eða uppsöfnuðu vatni í þeim dælt í burtu.

 

Tæknideild leggur til að grafið verði niður og opnuð leið fyrir vatnið í ræsin sem liggja undir gamla flugvöllinn í austur. Einnig að þess verði gætt að útræsin tvö við Kleifaveginn verði grafin út á hverju vori.

 

Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 329. fundur - 21.01.2014

Lagt fram bréf frá stjórn Gnýfara - hestamannafélagsins í Ólafsfirði. Fram kemur m.a. að grunnvatnsstaða við hesthús félagsmanna er mjög há og að bæta þurfi frágang ræsa á svæðinu.

Bæjarráð vísar málinu til skoðunar og tillögugerðar hjá tæknideild Fjallabyggðar er varða framtíðar afvötnun á svæðinu.