Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 20. mars 2013

Málsnúmer 1303007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 88. fundur - 10.04.2013

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1303042 Kennslufyrirkomulag í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2013-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 85. fundur - 20. mars 2013
    Nú er ljóst að skólahald getur ekki orðið með þeim hætti sem gengið var útfrá við gerð fjárhagsáætlunar 2013.
    Það liggur fyrir að nýbygging við Norðurgötu verður ekki tilbúin innan tilskilins tíma, þar sem komið hefur í ljós að deiliskipulag liggur ekki fyrir.
    Því leggur fræðslunefnd áherslu á að skólahald verði óbreytt frá því sem nú er þ.e. að kennt verði áfram í skólahúsinu við Hlíðarveg á Siglufirði til vors 2014.
    Vegna þessa er nauðsynlegt að gera breytingar á fjárhagsáætlun til að mæta auknum útgjöldum. Áætlaður útlagður kostnaður á árinu 2013 eykst um kr. 3.825.000, auk þess hækka liðir sem ekki hafa bein áhrif á fjárstreymi s.s. innri leiga og fasteignagjöld. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna skólahalds við Hlíðarveg á árinu 2014 verður kr. 5.355.000 fyrir sömu liði. Stefnt er að því að kennsla í tveimur skólahúsum, við Norðurgötu á Siglufirði og Tjarnarstíg í Ólafsfirði hefjist í ágúst 2014.
    Fræðslunefnd harmar þessi mistök, sem að sönnu hefði mátt koma í veg fyrir.
    Fræðslunefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar fræðslunefndar staðfest á 88. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.