Liðsstyrkur -átvinnuátaksverkefni sveitarfélaga, ríkis, atvinnurekenda og stéttarfélaga

Málsnúmer 1302069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 288. fundur - 05.03.2013

Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.

Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað sveitarfélags við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið. Styrkfjárhæð er greidd og gildir um störf sem eru skráð fyrir 31. mars, en þá lækkar framlagið í 90% og síðan í 80% 1. júní. Heimild til ráðningar varðar einstaklinga sem verið hafa í 24 mánuði eða lengur án atvinnu.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð leggur áherslu á að félagsþjónusta bæjarfélagsins fylgist náið með stöðu einstaklinga í atvinnuleit á árinu 2013.