Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013

Málsnúmer 1302002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 13.02.2013

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Aníta Elefsen mætti á fund hafnarstjórnar og fór yfir tillögur sínar og upplýsingar um markaðssetningu hafnarinnar.
    Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í kostnaði við Alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu, ráðstefnu og kynningu í Kaupmannahöfn og kynningarefni fyrir fram komin verkefni og er áætlaður kostnaður um 500 þúsund.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Gjaldskrá lögð fram til yfirferðar, en hún hefur áður verið samþykkt.
    Fram komu ábendingar frá yfirhafnarverði um að gera þurfi lagfæringar á þremur greinum.
    Um er að ræða viðlegugjald í 4. gr. Gera þarf betri grein fyrir sorphirðugjald í 12.gr. og að fella þurfi út skilgreiningu á vatnsgjaldi í 15. gr.
    Yfirhafnarverði og hafnarstjóra er falið að setja fram skriflega greinargerð fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Lagðar fram upplýsingar um landaðan afla í Fjallabyggð á árinu 2012.
    Fram kom að landaður afli á Siglufirði var 15.471 tonn og á Ólafsfirði 1.381 tonn. Um er að ræða 2.207 landanir á Siglufirði og 772 á Ólafsfirði.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - desember lagt fram til kynningar. Niðurstaðan er betri en áætlun gerði ráð fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Niðurstaða frá Alþingi liggur ekki fyrir um breytingar á lögum. Umræðu um endurbætur á Hafnarbryggju frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar hafnarstjórnar staðfest á 86. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 45. fundur - 11. febrúar 2013
    Hafnarstjórn telur eðlilegt að leggja til við bæjarráð/bæjarstjórn að fundir hafnarstjórnar séu framvegis á Siglufirði í ljósi þess að þar eru fleirir fundarmenn búsettir.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson, Sólrún Júlíusdóttir, Þorbjörn Sigurðsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Margrét Ósk Harðardóttir, Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Bæjarstjórn samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögu hafnarstjórnar um fundartíma og fundarstað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.<BR>S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá og Guðmundur Gauti Sveinsson var á móti.</DIV></DIV>