Fasteignagjöld 2013

Málsnúmer 1301116

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 285. fundur - 05.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra í sex liðum um fasteignagjöld 2013, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013 samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi álagningarprósentur og gjöld :
Fasteignaskattur skv. a.lið 0.49%
Fasteignaskattur skv. b.lið 1.32%
Fasteignaskattur skv. c.lið 1.65%
Lóðaleiga 1.90%
Lóðaleiga fyrirtækja 3.50% (var 5,0%)
Vatnsskattur 0.35%
Aukavatnsgjald 13 kr p/m3
Holræsagjald 0.36%
Sorphirðugjald 31.400 kr (var 25.400)
Hálft sorphirðugjald hefur verið lagt á eigendur sumarhúsa á skipulögðum frístundasvæðum.

Bæjarráð samþykkir að tekjuviðmið í afsláttarrelgum fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Fjallabyggð hækki milli ára um 4%.

Við umræðu um innheimtumál, vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.

Bæjarráð samþykkir að framkvæma verðkönnun hjá innheimtuaðilum um innheimtu vanskilakrafna fyrir sveitarfélagsins.